Árið 2009 komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að Eggert Kristjánsson hf. hafi brotið gegn góðum viðskiptaháttum með því veita neytendum villandi upplýsingar um uppruna frosins grænmetis sem selt er undi vörumerkinu Íslenskt meðlæti. Fyrirtækið féllst á að gera þær breytingar sem nauðsynlegar voru, að viðurlögðum sektum ef það yrði ekki gert.

Í ágúst sl. barst Neytendastofu ábending að upplýsingar um upprunamerkingar vantaði aftur á umbúðirnar. Neytendastofa hefur því ákveðið að sekta Eggert Kristjánsson hf. um 500.000 krónur fyrir brot gegn ákvörðun Neytendastofu.