Engar eignir fundust í þrotabúi einkahlutafélagsins Kex. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í jánúar og fundust engar eignir upp í 647,7 milljóna króna kröfur. Eggert Magnússon, fyrrverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands og fyrrverandi stjórnarformaður breska knattspyrnuliðsins West Ham þegar Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi formaður stjórnar gamla Landsbankans átti meirihluta í félaginu. Eggert átti á sínum tíma 5% hlut í West Ham en seldi Björgólfi hann árið 2007.

DV fjallar um gjaldþrot félags Eggert í dag og segir að Landsbankinn hafi stefnt honum fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í janúar vegna skulda Kex.

Fram kemur að Eggert hafi stofnað einkahlutfélagið Kex árið 2005 og hafi tilgangur þess legið í fasteignarekstri, kaupum og sölum, lánastarfsemi og öðru slíku. Í DV er bent á að erfitt sé að greina hvernig skuldir Kex séu tilkomnar enda hafi félagið aðeins einu sinni skilað uppgjöri og það fyrir árið 2009. Engin starfsemi var í félaginu á þeim tíma. Þá er jafnframt leitt að því líkum að þar sem Landsbankinn hafi farið fram á gjaldþrot Kex að bankinn hafi fjármagnað viðskipti Eggert.