Eggert Magnússon, stjórnarformaður breska knattspyrnufélagins West Ham, hefur ákveðið að reka knattspyrnustjóra félagsins Alan Pardew eftir slakt gegni þess á síðustu vikum, segir í fréttatilkynningu.

Í tilkynningunni segir að Eggert og stjórn West Ham, sem er í þriðja neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir tap á móti Bolton um helgina, "hafi haft áhyggjur af gengi félagsins síðustu vikur og að talið sé að nú sé rétti tíminn til að gera breytingar."

Hópur fjárfesta, sem leiddur var af Eggerti og Björgólfi Guðmundssyni, samþykkti að kaupa West Ham fyrir 85 milljónir punda í síðasta mánuði. Kaupin voru talin styrkja stöðu Pardew sem knattspyrnustjóra.