Eggert Guðmundsson, forstjóri N1, segir kynjakvótaregluna mögulega breyta föstu formi í stjórnum fyrirtækjanna og stuðli að því að nýtt jafnvægi myndist með fleiri konur í stjórnum.

Marianne Økland, stjórnarmaður í Íslandsbanka, hrósaði Norðmönnum fyrir að hafa tekið af skarið og sett á lög um kynjakvóta. Hún segir að nú séu hinsvegar aðrir leiðir fyrir lönd sem vilja fjölga konum í stjórnum fyrirtækja.

Vendum, Félag kvenna í atvinnulífinu, Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins, Opni háskólinn, Deloitte , Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Íslandsbanki stóðu fyrir fundinum í gær.