Hækkun vörugjalda á bílaleigubíla skekkir samkeppnisstöðu bílaleiga gagnvart leigubílum sem njóta áfram ívilnunar. Þetta segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar og framkvæmdastjóri bílaleigunnar Thrifty Car Rental, í samtali við Fréttablaðið.

Fólksbílar í flokki leigubifreiða, kennslubifreiða og sérútbúinna bifreiða greiða vörugjöld samkvæmt undanþáguflokki, en í nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að ívilnun fyrir bílaleigur verði afnumin í tveimur skrefum.

Egill segir undanþágur sem þessar almennt dálítið vafasamar. Hann segir hins vegar að séu ívilnanir afnumdar ættu þær ekki að vera til staðar hjá neinum.

Leiðrétting : Áður kom fram í fréttinni að Egill væri framkvæmdastjóri Bílaleigu Reykjavíkur. Bílaleigan heitir hins vegar Thrifty Car Rental.