„Tólf ára gamli bílar eru ansi gamlir,“ segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, en bílafloti landsmanna hefur elst um eitt ár að meðaltali hvert ár frá hruni. Fyrir hrun var meðalaldur bíla 7,5 til 9 ár. Hann er nú kominn upp í 12 ár samkvæmt upplýsingum Umferðarstofu. Miðað er við aldur bílanna um síðusta áramót. Egill býst ekki við að það breytist mikið á næstu tveimur árum.

„Okkar spár gera ráð fyrir óbreyttum markaði, sem er í takt við einkaneysluna,“ segir hann. Í fyrra seldust 8.400 bílar og reikna Brimborgar-menn með því að svipaður fjöldi bíla verði seldur hér á landi á þessu ári. Í besta falli fari fjöldinn í 10 þúsund bíla.

Egill segir í samtali við vb.is aldur bíla landsins langt undir meðaltali í áratugi og bendir á að 11.500 bílar hafi selt á ári hér á landi að meðaltali á síðastliðnum 13 árum og 10 þúsund að meðaltali á síðastliðnum 40 árum.