Meirihluti stjórnenda nýsköpunarfyrirtækja sem hefur verið lokað líta á félögin sem vel heppnuð. Þetta kom fram í máli Egils Mássonar, fjárfestingastjóra Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Fjallað var um óttann við að mistakast á fyrsta Nýsköpunarhádegi Klaks Innovits á nýju ári.

Ásamt Agli var Þórunn Jónsdóttir frummælandi. Þórunn er framkvæmdastjóri Skema en hún tók við því starfi fyrir ári síðan eftir að hafa starfað hjá öðru nýsköpunarfyrirtæki.

Hér má sjá fyrirlestrana í heild.