Egypski seðlabankinn keypti í dag egypsk pund fyrir um 200 milljónir Bandaríkjadala, eða um 26 milljarða íslenskra króna, á 13% hærra gengi gagnvart dollarnum en markaðurinn býður. Með þessu veikir seðlabankinn stöðu pundsins egypska gagnvart Bandaríkjadalnum. Financial Times segir frá þessu.

Markmiðið með þessu er að ýta undir gjaldeyrisinnflæði, sem hefur farið fjarandi á síðustu misserum. Orsök lækkandi innflæðis er meðal annars árás hryðjuverkamanna á rússneska farþegaflugvél fyrir skömmu. Sprengja varð til þess að vélin - sem hafði lagt af stað frá Egyptalandi - hrapaði, og banaði rúmlega 200 manns.

Greiningaraðilar telja veikinguna vera góðs eðlis. „Þetta er góð aðgerð, og hún er löngu tímabær,” segir Simon Kitche, ráðgjafi hjá EFG-Hermes, fjárfestingabanka sem hefur höfuðstöðvar sínar í Kaíró. „Menn vona þó að þetta sé upphaf fleiri umbóta til hagvaxtarbóta fremur en tímabundin aflétting markaðspressu.”