Hækkun stýrivaxta Seðlabankans hefur ýtt undir skuldabréfaútgáfu erlendra aðila í íslenskum krónum, segja sérfræðingar. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti nýlega um 25 punkta í 10,75%.

The European Investment Bank (EIB) jók í dag útgáfu sína um fimm milljarða, segir í tilkynningu. Heildarútgáfa EIB nemur nú 23 milljörðum króna.

Bréfin bera 7% vexti og gjaldaginn er 6. október, 2008. Bréfin voru seld undir pari á 98,775.