European Investment Banka hefur ákveðið að stækka þann skuldabréfaflokk sem gefinn var út á mánudaginn úr 3 milljörðum íslenskra króna í 6 milljarða króna. Heildarskuldabréfaútgáfa erlendra aðila í íslenskum krónum er því komin upp í 45 milljarða króna. Útgáfan ber 7% ávöxtunarkröfu og er til þriggja ára. Nokkrir aðrir aðilar sem gefið hafa út skuldabréf hér á landi að undanförnu hafa stækkað sína flokka sökum umframeftirspurnar en mikill vaxtamunur milli Íslands og annarra landa er það sem gerir slík skuldabréf fýsileg í augum útlendra fjárfesta.