Evrópski fjárfestingarbankinn, löngum þekktur sem EIB, ætlar að lána Grikkjum fjármagn sem bæði á að nota til framkvæmda og til þess að lána áfram til minni fyrirtækja. Lucas Papademos, forsætisráðherra Grikkja, segir lánið kærkomna viðbót við endurreisn landsins í skuldakreppunni. Það verði nýtt til byggingar í orkugeiranum því Grikkir ætli að einbeita sér að endurnýjanlegum orkugjöfum.

EIB hefur m.a. lánað Landsvirkjum fjármagn í tengslum við virkjanaframkvæmdir.

Papademos hefur verið á stöðugum fundum í Brussel vegna lausnar á skuldavanda Grikkja. Til viðbótar því funduðu fjármálaráðherrar evruríkjanna þar í vikunni. Fundinum lauk í gær. Þar var samþykkt að grísk stjórnvöld fái 93,5 milljarða evra lán úr björgunarsjóði evruríkjanna til að mæta gjalddögum hins opinbera í næsta mánuði.

Í netútgáfu breska dagblaðsins Guardian kemur fram að Papademos snúi glaður heim á leið og sé hann bjartsýnn á endurreisn landsins eftir árangursríkar viðræður í Brussel.

Lucas Papademos
Lucas Papademos
Lucas Papademos, íbygginn á svip.