*

miðvikudagur, 26. janúar 2022
Innlent 24. ágúst 2016 16:29

Eiður Smári til Indlands

Knattspyrnukappinn Eiður Smári gengur til liðs við indverskt knattspyrnulið í eigu Bollywoodstjörnu.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Eiður Smári Guðjohnsen gengur til liðs við FC Pune City sem spilar í indversku ofurdeildinni.

Þjálfari FC Pune City er hinn spænski Antonio López Habas. Eigandi liðsins er Bollywood stjarnan Hrithik Roshan ásamt ítalska liðinu AFC Fiorentina.

Í frétt IBT um félagsskiptin kemur fram að eigandi liðsins Hrithik að kaupin á Eiði eigi eftir að styrkja liðið umtalsvert og hann vilji bjóða hann innilega velkominn í fjölskylduna.

Eiður sem er 37 ára bætir því talsverðri reynslu við lið FC Pune City, sem enduðu í 7. sæti í deildinni í fyrra, en vilja greinilega styrkja sig fyrir komandi leiktíð.