Nýtt listaverk var afhjúpað í Reykjanesbæ í dag á Parísartorgi. Þar stendur nú snúinn Eiffelturn eftir listamanninn Stefán Geir Karlsson. Um er að ræða röð hringtorga sem liggja á Þjóðbraut frá Hafnargötu að Reykjanesbraut. Fyrir eru Reykjavíkurtorg, sem prýtt er listaverkinu Þórshamar eftir Ásmund Sveinsson, og Lundúnatorg sem skartar rauðum símaklefa sem flestir kannast við sem eitt af kennileitum Lundúna.

Sendiherra Frakklands á Íslandi, Marc Bouteiller, var viðstaddur athöfnina og lýsti yfir ánægju sinni með framtakið. Í lok athafnar fluttu skólastjóri og aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans í Reykjanesbæ franska lagið Alouette á lúðra sína.