Arion banki keypti 6,63% hlut í útboði tryggingafélagsins VÍS. Útboðinu lauk í gær. Ekki liggja frekari upplýsingar fyrir um kaupin. Samkvæmt upplýsingum frá Arion banka getur bankinn bæði stundað eigin viðskipti auk þess að sýsla með bréf fyrir viðskiptavini.

Fram kemur í flöggun frá bankanum að hann hafi keypt 166.034.795 hlutabréf. Viðskipti hófust með hlutabréf VÍS í Kauphöllinni í dag. Gengi hlutabréfanna hefur hækkað um rúm 17% frá útboði og má því ætla að markaðsverðmæti 6,63% hlutar nemi rúmum 1,5 milljörðum króna.