Heildarskuldbinding Valitor gagnvart fyrirtækjum í ferðaþjónustu nemur 1,7 milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Valitor í ljósi umræða um skuldbindingar fjármálafyrirtækja vegna efnahagsafleiðinga af útbreiðslu kórónuveirunnar á ferðaþjónustuna. Alls er Valitor með skuldbindingar við um 430 ferðaþjónustufyrirtæki en enginn þeirra er hærri en 700 milljónir króna.

Félögin sem eru undir eru í hótel, ferðaskrifstofa, flugfélaga, bílaleiga og annarra ferðaþjónustufyrirtækja.

Í tilkynningunni segir að Valitor legi nú sem fyrr áherslu á að stýra skuldbindingum sínum þannig að þær séu innan þeirra marka sem félagið telur ásættanleg.

Greint var frá því í gær að Viðar Þorkelsson, væri að láta af störfum sem forstjóri Valitor eftir áratug í starfi. Félagið var rekið með 10 milljarða króna tapi á síðasta ári.