Í apríl námu nettókaup lífeyrissjóðanna á erlendum hlutabréfum 2,6 mö.kr. og er þetta sjöundi mánuðurinn í röð sem sjóðirnir kaupa meira af erlendum hlutabréfum en þeir selja. Í apríllok voru því 188 ma.kr. bundnir í erlendum hlutabréfum eða sem nemur 18,2%. Þetta kemur fram í efnahagsyfirliti Seðlabankans.

Hlutfall erlendra hlutabréfa af heildareignum lífeyrissjóðanna er því nánast óbreytt frá áramótunum þrátt fyrir að nettókaup sjóðanna hafi numið 23 mö.kr. það sem af er ári en ástæðuna má rekja til þess að erlend hlutabréf (mælt með heimsvísitölu Morgan Stanley) hafa lækkað það sem af er ári á sama tíma og aðrar verðbréfaeignir sjóðanna hafa verið að hækka.

Byggt á Vegvísi Landsbankans.