Um síðustu áramót átti Össur rúmlega 20 milljónir dollara í skattaívilnun í Bandaríkjunum. Inneignin fékkst með kaupunum á Flex Foot á sínum tíma og verður nýtt á næstu 10 árum. Með kaupunum á Royce Medical eignaðist samstæðan svo 35 milljóna dollara í skattinneign að auki og á því nú um 55 milljóna dollara skattinneign í Bandaríkjunum eða um 3,4 milljarða króna.