*

mánudagur, 24. júní 2019
Innlent 28. febrúar 2017 08:45

Eiga að stoppa upp í göt í þekkingunni

Nýstofnaðri hagdeild Íbúðalánasjóðs er ætlað að brúa þau bil sem eru í upplýsingum um íbúðamarkaðinn á Íslandi.

Bjarni Ólafsson
Haraldur Guðjónsson

Íbúðaverð í fjölbýli á höfuð­ borgarsvæðinu hækkaði um 14% á síðasta ári og spár eru uppi um allt að annarri eins hækkun á þessu ári. Ástæða þessara miklu verðhækkana undanfarin ár er fyrst og fremst skortur á nýju húsnæði, sökum þess að mjög lítið hefur verið byggt undanfarin misseri og það framboð sem var til staðar er að þurrkast upp. Þetta segir Guðmundur Sigfinnsson, hagfræðingur í nýstofnaðri hagdeild Íbúðalánasjóðs

„Deildin er stofnuð við lok árs 2016. Áherslur Íbúðalánasjóðs hafa breyst, en í stað þess að veita hefðbundin íbúðalán til einstaklinga, þá er sjóðurinn að veita stofnframlög til leigufélaga, hann heldur utan um húsnæðis­ áætlanir sveitarfélaganna og veitir þeim ráðgjöf. Eins á hann að greina og fylgjast með íbúðamarkaðnum og fylla upp í þau göt sem eru í opinberum upplýsingum um markaðinn.“

Guðmundur segir að það sé einkum á leigumarkaði sem upplýsingar skortir, bæði hvað varð­ ar umfang markaðarins og eins hver staðan á honum sé á hverjum tíma. Eins vilji deildin afla og miðla nákvæmari upplýsingum um framboðshlið íbúðamarkaðarins almennt.

Heildstæð skýrsla um íbúðamarkaðinn

„Það er mjög mikið til af upplýsingum hér og þar. Það sem við erum að gera er að keyra saman gagnagrunna og vinna úr þeim upplýsingar. Það eru miklar upplýsingar hjá fasteignaskrá, Hagstofu og sveitarfélögum og við höfum verið að safna þessum upplýsingum saman og ná betri heildarmynd af markaðnum. Við munum gera kannanir meðal almennings um það hvernig fasteignamarkaðurinn horfir við fólki og munum þá skoða sérstaklega leigumarkaðinn þar. Ástæður þess að það vantar upplýsingar um leigumarkaðinn eru m.a. þær að ekki er öllum leigusamningum þinglýst og þinglýstir samningar ná því ekki yfir nema hluta markaðarins og við munum reyna að bæta úr þekkingarskortinum m.a. með könnunum.“

Nánar er fjallað um málið í sérblaðinu Fasteignir sem fylgdi Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is