Lýðræðislega Lýðveldið Kongó mun ekki eiga fyrir því að halda forsetakosningar á þessu ári. Þetta segir ráðherrann Pierre Kangudia, sem sér um fjárlög í landinu. Áætlað var að kostnaður vegna kosninganna nam 1,8 milljörðum dollara, en það reyndist of stór biti að kyngja fyrir landið. Frá þessu er greint í frétt BBC .

Á síðasta ári lofaði Joseph Kabila, forseti Lýðræðislega Lýðveldisins Kongó, stjórnarandstæðingum að kosningar yrðu haldnar fyrir árslok 2017. Í raun rann kjörtímabil Kabila út í nóvember 2016. Stjórnarandstæðingar hafa löngum sakað forsetann um að tefja fyrir kosningum til þess að geta setið lengur að kjötkötlunum.