*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Erlent 16. febrúar 2017 09:36

Eiga ekki fyrir kosningum

Ráðherra í ríkisstjórn Joseph Kabila Lýðræðislega Lýðveldisins Kongó, segir að landið eigi ekki fyrir 1,8 milljarða dollara kosningum.

Ritstjórn
Kabila hittir páfann.
epa

Lýðræðislega Lýðveldið Kongó mun ekki eiga fyrir því að halda forsetakosningar á þessu ári. Þetta segir ráðherrann Pierre Kangudia, sem sér um fjárlög í landinu. Áætlað var að kostnaður vegna kosninganna nam 1,8 milljörðum dollara, en það reyndist of stór biti að kyngja fyrir landið. Frá þessu er greint í frétt BBC.

Á síðasta ári lofaði Joseph Kabila, forseti Lýðræðislega Lýðveldisins Kongó, stjórnarandstæðingum að kosningar yrðu haldnar fyrir árslok 2017. Í raun rann kjörtímabil Kabila út í nóvember 2016. Stjórnarandstæðingar hafa löngum sakað forsetann um að tefja fyrir kosningum til þess að geta setið lengur að kjötkötlunum.

Stikkorð: kosningar Kongó kosnaður Kabila