

Eldur Ólafsson, framkvæmdastjóri kanadíska gullleitarfélagsins Alopex Gold sem starfrækir gullnámu á suðurodda Grænlands segir rannsóknir sumarsins á Tartoq svæðinu færa félagið nær því að koma af stað vinnslu á svæðinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu á ensku frá félaginu sem ætluð er fjárfestum vegna frekari hlutafjárútboða fyrir rannsóknir næsta sumar.
Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um situr félagið eitt á öllum leyfum á stóru svæði sem Eldur segir að jafnist á við bestu gullbelti Kanada og Suður Afríku þar sem mörg fyrirtæki séu um hituna.
Alopex gold heldur á gullleyfum sem kallast Nalunaq, Tartoq og Vagar og hafa rannsóknir verið undirbúnar á öllum svæðum fyrir næsta sumar segir Eldur í efni meðfylgjandi tilkynningunni. Rannsóknirnar taka tillit til þeirra gagna sem fyrir eru og kjarni rannsóknarvinnunnar verður í Nalunaq og svæðum þar í kring.
Helstu rannsóknir í Nalunaq: Staðsetja gullæð milli núverandi námugangna og þar sem gullæðin er sýnileg í bakhlið fjallsins.
Meginrannsóknir á Tartoq leyfi: Reyna að sýna frammá nægjanlegt gullmagn til mögulegrar framleiðslu.
Meginrannsóknir á Vagar leyfi: Staðfesta tilveru kvars æða, samskonar og í Nalunaq, á 20km svæði innan Vagar og Nalunaq leyfanna.
Aðrar fréttir: Við höfum keypt búnað og vinnum að því að halda við innviðum sem eru til staðar.