Þorvaldur Steinþórsson, sem rak hjálpartækjaverslunina Adam og Evu, hefur verið dæmdur til að greiða 61 milljón króna sekt í ríkissjóð vegna skattalagabrota. Héraðsdómur Reykjavík kvað upp dóminn í dag.

Hann var ákærður fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti og virðisaukaskattsskýrslum á árunum 2009-2011. Einnig að hafa eigi staðið skil á skilagreinum og staðgreiðslu á árunum 2010 og 2011.

Heildarupphæð þeirra gjalda sem Þorvaldur stóð ekki skil á nam um 30 milljóum króna. Hann játaði brot sín.

Auk sektarinnar var Þorvaldur dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi.