Einn af eignedum Birmingham City knattspyrnuliðsins,David Sullivan, græddi um þrjár milljónir punda, sem samsvarar 397 milljónum króna, þegar Björgólfur Guðmundsson og Eggert Magnússon keyptu London-liðið West Ham.

Í samtali við breska götublaðið The Sun segir Sullivan að hann hafi keypt hlut í West Ham fyrir 900 þúsund pund fyrir rúmu ári, en selt hlutinn til Íslendinganna fyrir 4,25 milljónir punda.

"Ég var glaður að sjá Íslendingana. Ég hefði verið til í að kaupa West Ham sjálfur, en kaupverðið var of hátt," segir Sullivan. Kannski að draumur minn verði að veruleika síðar," segir Sullivan, sem lék með unglingaliði West Ham og var orðaður við kaup á félaginu á síðasta ári.

Sullivan hefur margoft ítrekað að Birmingham sé til sölu en hagstætt tilboð hefur ekki enn borist í félagið