Wedo, sem á Heimkaup, Hópkaup og Bland.is, tapaði hálfum milljarði króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í uppgjöri Skeljungs fyrir síðasta ár en Skeljungur á 34% hlut í Wedo. Tap Wedo jókst milli ára en félagið tapaði 222 milljónum árið 2018.

Skeljungur greiddi 280 milljónir króna fyrir þriðjungshlut í Wedo árið 2017. Bókfært virði eignarhlutarins nemur nú 87 milljónum króna en var 211 milljónir króna í árslok 2018.Tap Skeljungs af hlutdeildarfélgum hækkaði úr 12 milljónum í 131 milljón milli ára.

Mbl.is greindi frá því í október að 300 milljónir hefðu verið lagðar í Wedo með hlutafjáraukningu  og fjármögnun. Jón Diðrik Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Skeljungs, bætti þá verulega við hlut sinn í Wedo og varð jafnframt stjórnarformaður Wedo.

Sjá einnig: Skeljungur veðjar á netverslun

Hlutafjáraukningunni var þá ætlað að styðja við vöxt félagsins. „Heimkaup.is byrjaði að selja mat­vöru fyr­ir tæpu ári og hef­ur vöxt­ur­inn verið gríðarlega mik­ill. Nú­ver­andi vöru­val í mat­vör­unni er rúm­lega 5.000 vör­u­núm­er og er stefnt á að tvö­falda úr­valið og fara yfir 10.000 vör­u­núm­er á næstu mánuðum,“ hafði Mbl.is eftir Guðmund­i Magna­syni, for­stjóra Wedo.