Bandaríski líftæknifyrirtækið Amgen hefur náð samkomulagi um kaup á lyfjafyrirtækinu Onyx. Kaupverðið nemur 10,4 milljörðum dala, jafnvirði rúmra 1.200 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar keypti Amgen Íslenska erfðagreiningu rétt fyrir jól í fyrra á 415 milljón dala, jafnvirði 52 milljarða íslenskra króna.

Bandaríska fréttastöðin CNN segir að með kaupunum horfi stjórnendur Amgen til þess að auka hlutdeild sína á markaði með krabbameinslyf en Onyx framleiðir m.a. lyfin Nezavar og Stivarga auk þess sem lyfið Kyprolis er væntanlegt á markað.

Fréttastofan segir jafnframt að Amgen hafi borið víurnar í Onyx í júní og lagt fram óformlegt tilboð upp á 120 dali á hlut. Því var hafnað. Til samanburðar nemur kaupverðið nú 125 dölum má hlut.