Hagnaður Yum Brands, eiganda skyndibitakeðjunnar KFC og Pizza Hut, var 18% meiri á fyrsta fjórðungi ársins en á sama tíma í fyrra. Ástæðan er aukin sala í Kína. Rekstrarhagnaður fyrirtækisins var 399 milljónir dala á fyrstu þremur mánuðum ársins. Það er aukning um 62 milljónir dala frá sama tíma í fyrra.

Sala á vörum Yum hafði dregist saman eftir að skýrsla kom út árið 2012 sem sýndi að kjúklingar voru sprautaðir með óeðlilega miklu magni af sterum. Á vef BBC segir að á sama tima hafi hræðsla manna við fuglaflensu aukist.

Sala á KFC í Kína dróst saman um 15% árið 2013, sem leiddi til 32% minni hagnaðar frá fyrra ári.