Bandaríska fjölmiðlafyrirtækið Tribune Company rambar á barmi gjaldþrots. Fyrirtækið gefur m.a. út Los Angeles Times og Chicago Tribune.

Skuldir félagsins hlaupa á milljörðum dollara og hafa stjórnendur þess nú óskað eftir gjaldþrotaskiptum, að sögn Reuters.

Erfiðleikar félagsins eru raktir til lausafjárkrísunnar og samdráttar á auglýsingamarkaði. Ekki hafi því tekist að greiða af lánum sem fasteignamógúllinn Samuel Zell tók þegar hann keypti blaðið fyrir rúmu ári.

Fleiri bandarískir fjölmiðlar riða til falls vegna samdráttar á auglýsingamarkaði og minnkandi lesendahóps. Hefur New York Times verið nefnt til sögunnar í þeim efnum.

Eigendurnir hafa veðsett húsakynnin á Manhattan til að geta tekið lán fyrir útgjöldum.