*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Erlent 25. nóvember 2011 08:51

Eigandi Portsmouth handtekinn fyrir fjársvik

Um 300 milljónir evra af eignum litháensks banka eru horfnar.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Breska lögreglan hefur handtekið rússneska kaupsýslumanninn Vladimir Antonov og litháenskan viðskiptafélaga hans. Er sagt frá þessu á visir.is.

Yfirvöld í Litháen gáfu út handtökuskipun á hendur þeim í gær eftir að í ljós kom að um 300 milljónir evra eða 48 milljarðar króna af eignum Snoras bankans eru horfnar.

Antonov og félagi hans voru eigendur bankans, sem er sá fjórði stærsti í landinu. Í Bretlandi er Antonov þekktur sem eigandi enska knattspyrnuliðsins Portsmouth.