Len Blavatnik, eigandi Warner Music, er ríkasti maður Bretlands samkvæmt Sunday Times. Eignir hans eru metnar á 13,7 milljarða punda. Heildar auðæfi ríkustu 1000 einstaklinga og fjölskyldna í Bretlandi rúmlega tvöfölduðust á síðustu tíu árum. Áður voru bræðurnir Sri og Gopi Hinduja í efsta sæti listans yfir ríkasta fólkið í Bretlandi.

Elísabet  drottning var efst á listanum árið 1989 en í ár var hún ekki meðal þrjú hundruð ríkustu.