Spænska fyrirtækið Inditex, sem meðal annars á tískuvöruverslunina Zöru, skilaði á síðasta ári 2,6 milljörðum dala í hagnað. Þrátt fyrir samdrátt í Evrópu, einum mikilvægasta markaði fyrirtækisins, heldur það áfram að vaxa en hagnaðurinn jókst um 11% á milli ára.

Amancio Ortego
Amancio Ortego

Inditex opnaði 483 nýjar búðir á síðasta ári og á nú 5.527 verslanir á heimsvísu. Gert er ráð fyrir opnun 520 verslana til viðbótar á þessu ári.

Hlutabréfaverð í fyrirtækinu hefur hækkað um 13% það sem af er ári og hefur aldrei verið hærra.

Eigandi Inditex, Amancio Ortego, er ríkasti maður Spánar.

Zara
Zara
© Aðsend mynd (AÐSEND)