Sigurbjörn Þorkelsson, sem er einn af eigendum Haga í gegnum fyrirtækið Capital, var með samtals um 24,5 milljónir dala í laun og aðra umbun á árunum 2005 til 2007, þegar hann starfaði hjá bandaríska bankanum Lehman Brothers, m.a. sem yfirmaður afleiðuviðskipta og sem einn af framkvæmdastjórum bankans.

Þetta kemur fram í skjölum, sem litu dagsins ljós við skipti á þrotabúi bankans.

Sigurbjörn var í 25. sæti yfir launahæstu starfsmenn bankans árið 2007.

Nánar er fjallað um launamál Sigurbjörns hjá Lehman Brothers í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið.

Á meðal efnis í Viðskiptablaðinu á morgun er:

  • Árborg eignast menningarsal sem staðið hefur fokheldur í tæp 30 ár
  • Samkeppniseftirlitið vill að Já opni aðgang að gagnagrunni sínum
  • Skráning Skeljungs á markað
  • Hraðpeningar hagnast um 14 milljónir
  • Uppgjör Reykjavíkurborg og dragbítarnir í gömlu lífeyrissjóðunum
  • Framtíð Íslands og norðurslóðirnar
  • Útgefandinn Óskar Magnússon þakkar Morgunblaðinu um örlög Icesave-málsins
  • David Beckham gerir það gott á nærbuxunum
  • Íslenskt Prins Póló slær í gegn á meginlandi Evrópu - nú sem hljómsveit
  • Hver er Guðmundur Franklín, hægri græni verðbréfamiðlarinn á Wall Street?
  • Huginn og muninn eru á sínum stað, ásamt Tý sem fjallar um Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra
  • Óðinn fjallar um Geir H. Haarde og vitringana sem gáfu misjöfn ráð
  • Hvar eru bestu veiðihúsin að mati stangveiðimanna?
  • Myndasíður, umræður, aðsendar greinar og margt, margt fleira...

Sigurbjörn Þorkelsson
Sigurbjörn Þorkelsson
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)