Forstjóri Kauphallar­ innar segir eðlilegt að hluthöfum fækki eftir skráningu þó að hitt væri æskilegra. Kennitölusafn­arar kunna að vera hluti skýringarinnar.

Eigendum fimm síðustu félaga sem skráð hafa verið á markað hefur fækkað umtalsvert á fyrstu vikum í viðskiptum. Síðast var Tryggingamiðstöð- in (TM) skráð í Kauphöllina en eigendur félagsins voru 5.305 við fyrstu viðskipti í byrjun maí og aðeins 4.151 tæpum fjórum vikum seinna. Svipaða sögu er að segja af VÍS þar sem eigendur voru 3.942 24. apríl en 2.944 31. maí síðast- liðinn. „Ég held að það teljist að nokkru leyti eðlilegt að hluthöfum fækki,“ segir Páll Harðarson, for- stjóri Kauphallarinnar. Hann segir þó æskilegra að svo væri ekki.

Fjölgar með reynslu á markaði

Hluthafar í Fjarskiptum, móðurfélagi Vodafone, eru orðnir færri en viðmið Kauphallarinnar kveða á um og voru í lok maí 442 talsins. Viðmiðunarkrafa Kauphallarinnar fyrir skráningu félags á markað er að hluthafar séu að lágmarki 500 talsins. Af nýliðum á markaði eru eigendur Fjarskipti fæstir en félagið er þó engan veginn eitt um að hafa fylgst með fækkun hluthafa sinna á fyrstu vikum viðskipta.

Fjöldi hluthafa - Kauphöll
Fjöldi hluthafa - Kauphöll

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.