Stjórn Espirito Santo Financial Group, móðurfélags portúgalska bankans Banco Espirito Santo og eins af umsvifamestu bönkum Portúgal, seldu í dag 4,99% hlut í bankanum til að geta staðið við skuldbindingar sínar. Lánadrottnar gerðu veðkall á félagið og kröfðust þess að eigendur bankans greiddu einn milljarð evra, jafnvirði 155 milljarða íslenskra króna, af skuldum sínum. Eftir söluna á félagið 20,1% hlut í Banco Espirito Santo.

Þetta er enn eitt áfallið í sögu bankans . Hitt áfallið reið yfir í síðustu viku þegar Ricardo Salgado, langafabarni stofnanda bankans, var sparkað úr stóli bankastjóra og nýr maður kallaður inn í hans stað.

Framtíð bankans varð til skamms tíma óljóst í síðustu viku þegar í ljós kom að móðurfélagið hafði ekki greitt allar afborganir af lánum. Gengi hlutabréfa í bankanum féll um næstum 40% í kjölfarið í síðustu viku og olli titringi á evrópskum fjármálamörkuðum.