Eigendur hamborgarakeðjunar Burger King íhuga að selja fyrirtækið. Þeir hafa átt í viðræðum við mögulega kaupendur. Fréttastofa Reuters sagði frá sölunni í dag.

Burger King er önnur stærsta hamborgarakeðja Bandaríkjanna. Markaðsvirði félagsins er um 2,3 milljarðar Bandaríkjadala en félagið hefur verið á markaði frá árinu 2006. Frá árinu 2002 hafa þrír fagfjárfestasjóðir átt félagið en það ár seldi breski drykkjarvöruframleiðandinn Diageo Burger King. Þá var söluandvirði um 1,5 milljarðar dala.

Síðan þá hafa þrír fagfjárfestasjóðir farið með eignarhald, TPG, Bain Capital og Goldman Sachs. Líklegur kaupandi er sjóður að nafni 3i. Í frétt Reuters segir að kaup fagfjárfestasjóða hafi aukist á síðustu mánuðum.

Í ágúst tilkynnti Burger King um minnkandi eftirspurn. Þá er óvíst hvaða áhrif vegna óvissu á verði ýmissa nauðsynjavara, til dæmis hveiti og kjöti, hafi á félagið.