Markaðir í Asíu hækkuðu að jafnaði í nótt og náði Nikkei vísitalan í Japan nýjum hæðum fyrir árið, í kjölfar aukinnar bjartsýni eftir að Wall Street hafði náð nýjum hæðum.

„Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er að minnka, laun í Japan eru að hækka og gjaldmiðlar í Asíu eru að ná nýju jafnvægi ásamt því að hækkanir seðlabankans í Bandaríkjunum eru að hafa áhrif,“ sagði Arthur Kwong, sem sér um hlutabréfaviðskipti hjá BNP Paribas Investment Partners.

Meðal japanskra hlutabréfa hækkuðu hlutabréfin í Tokyo Electric Power um 17,51%, í kjölfar þess að japanska ríkið hafði ákveðið að auka við vaxtalaus lán til fyrirtækisins vegna Fukushima kjarnorkuversins.

Einnig hækkaði framleiðandi raforkutækja, Sharp Corp um 9,25%. Eignir í hrávöruiðnaði hækkuðu almennt á asíumörkuðum í dag, Rio Tinto hækkaði um 3,12%, Fortescue Metal hækkaði um 1,67%, og BHP Billiton hækkaði um 1,75%.