Hluthafar í HB Granda munu fá greiddan 2,7 milljarða í arð, samkvæmt tillögu sem verður lögð fyrir aðalfund félagsins.

Arðurinn verður greiddur 25. apríl næstkomandi. Síðasti viðskiptadagur þar sem arður fylgir bréfunum er 21. mars 2014 og arðleysisdagur því 24. mars 2014. Þetta jafngildir því að greiddar verði 1,50 krónur á hlut í arð vegna ársins 2013.

Að auki verður lögð fram sú tillaga á aðalfundi að HB Granda verði heimilt að kaupa hlutafé í sjálfu sér því sem nemur allt að 10% af heildarhlutafé.