Eigendur bresku matvöruverslunarkeðjunnar Iceland fengu í gær greiddan arð sem nemur á bilinu 60-70 milljónir punda, eða á bilinu 7-8 milljarðar íslenskra króna, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Hópur fjárfesta, undir forystu Baugs og eignarhaldsfélagsins Fons, keyptu The Big Food Group fyrir 326 milljónir punda, eða 37 milljarða króna, í árslok 2004.

The Big Food Group var móðurfélag Iceland-verslunarkeðjunnar og Booker-verslunarkeðjunnar og afskráðu kaupendurnir félagið, sem skráð var í kauphöllina í London, með stuðningi Bank of Scotland, Kaupþings banka og Landsbanka Íslands. Landsbankinn hefur nú sölutryggt 160 milljón punda (18,3 milljarðar íslenskra króna) endurfjármögnun á yfirtökunni, sem gerir eigendunum kleift að ná til baka öllu eigin fé sem greitt var í upphafi.

Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag.