Leyst verður úr málum tugþúsunda Breta sem eiga sparifé á Icesave reikningum Landsbankans innan 10 daga.

Breski tryggingarsjóður innlána (FSCS) segist hafa hafið ferli til að endurgreiða innistæður og reiknar með að ljúka greiðslunum í fyrir lok nóvember.

Guardian greinir frá þessu.

FSCS segist vinna að því að gera eigendum sparifjár á Icesave-reikningum kleift að millifæra peninga sína annað rafrænt, líkt og þeir væru að taka út á hefðbundinn hátt. Greiðslurnar munu svo koma inn á reikning þeirra á nokkrum vikum, en sparifjáreigendur fá innistæður sínar greiddar að fullu auk vaxta til þess dags er Landsbankinn fór í þrot.

Rúmlega 300 þúsund Icesave-reikningar voru stofnaðir hjá Landsbankanum í Bretlandi og nema innistæður á þeim 4 milljörðum punda eða sem svarar til rúmlega 750 milljarða íslenskra króna.