*

mánudagur, 6. júlí 2020
Erlent 18. maí 2018 14:50

Eigendur íslenskra gagnavera skjóta á Buffett

Fyrr í mánuðinum líkti Buffett Bitcoin við rottueitur.

Ritstjórn
Warren Buffett

Meðstofnandi fyrirtækisins Genesis Mining birti á twitter myndir sem skjóta á bandaríska fjárfestinn Warren Buffett. Þetta kemur fram á vef Business Insider.

Á myndunum er auglýsingaskilti sem á stendur: "Warren: Þú viðurkenndir að hafa haft rangt fyrir þér með Google og Amazon. Kannski hefurðu rangt fyrir þér varðandi Bitcoin".

Hluthafafundur Berkshire Hathaway var haldinn fyrr í mánuðinum. Þar sagði Buffet að Bitcoin væri líklega rottueitur og að fjárfestar ættu að forðast rafmyntina.

Verð á Bitcoin og öðrum skyldum rafmyntum hefur hríðfallið á þessu ári eftir mikla verðhækkun á síðasta ári. Bitcoin hefur fallið um 40% frá því í byrjun árs.

Genesis rekur gagnaver á Reykjanesi sem grefur eftir rafmyntum, að mestu Bitcoin.