„Ég er fæddur árið 1936 og því að verða áttræður. Við erum orðin fullorðin. Nú er þetta orðið gott,“ segir Stefán Kristjánsson, annar eigenda Kaffvagnsins við Grandagarð. Stefán keypti Kaffivagninn árið 1975 ásamt konu sinni Kolbrúnu sem er að verða sjötug. Þau hjónin stóðu um árabil vaktina saman eða þar til hann tók að reskjast. Kolbrún sinni afgreiðslu í Kaffivagninum í dg ásamt dóttur þeirra.

Þau Stefán og Kolbrún fólu Fasteignamiðstöðinni að selja Kaffivagninn í fyrravor og hafa margir viðrað áhuga á því að leigja reksturinn. Stefán segir það ekki koma til greina og bíður eftir rétta tilboðinu.

Rætt er við Stefán um Kaffivagninn í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið. Á meðal efnis í Viðskiptablaðinu er: 

  • Hvað segja stjórnendur í atvinnulífinu?
  • Slitastjórn Landsbankans höfðar fjölda mála - þar á meðal gegn Halldóri J. Kristjánssyni
  • Afkoma drykkjavörufyrirtækisins Refresco versnar
  • Landsbankinn selur eignir úr Horni
  • Fasteignafélagið Reitir stefnir á skráningu á markað
  • Afkoma og árangur stærstu lífeyrissjóða landsins
  • Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, í ítarlegu viðtali.
  • Framtíð Íslands: Landbúnaður
  • Allt um bleikju- og hreindýraveiðar
  • Kíkt í heimsókn í Vopnabúið
  • Hver er þessi formaður Samtaka iðnaðarins?
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað, ásamt Tý sem fjallar um stuðning Hreyfingarinnar við ríkisstjórnina
  • Óðinn fjallar um Samkeppniseftirlitið
  • Myndasíður, umræður, aðsendar greinar og margt, margt fleira...