Sæmundur í sparifötunum ehf. og Faxar ehf. hafa sótt um leyfi til að opna veitingastað á Melhaga 20-22 í Vesturbæ Reykjavíkur. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Pétur Marteinsson, einn eigandi Sæmundar í Sparifötunum, segir vöntun á stað í þessum bæjarhluta þar sem hægt væri að fá sér kaffi og mögulega morgunmat eftir sundið.

„Það er ekki búið að stofna félag eða neitt slíkt utan um hugmyndina og þetta er á algjöru byrjunarstigi,“ segir Pétur í samtali við Morgunblaðið. Sæmundur í Sparifötunum er eigandi að KEX hostel á Skúlagötu. Pétur segir að á bak við umsóknina sé félagið ásamt vinum og kunningjum sem hafa áhuga á þessu.