Eigendur Lego eru ríkustu Danirnir. Þetta kemur fram í úttekt business.dk , viðskiptahluta Politiken, í dag.

Að baki Lego stendur Kirk Kristiansen fjölskyldan. Þau eiga Kirkbi fjárfestingar, sem heldur utan um eignina í Lego, og er talið að heildareignir þeirra nemi 68,5 milljörðum danskra króna. Það jafngildir um 1400 milljörðum íslenskra króna.

Ole Kirk Christiansen stofnaði Lego í Billund í Danmörku árið 1932.