Kop Football Holdings, móðurfélag breska knattspyrnufélagsins Liverpool hefur nú á tæpu ári tapað um 42,6 milljón Sterlingspunda en félagið er í eigu bandarísku auðjöfranna Tom Hicks og George Gillett.

Tapið má helst rekja til gífurlega vaxtagreiðslna sem félagið hefur þurft að greiða vegna lána sem það tók til að greiða upp önnur lán sem notuð voru til að kaupa knattspyrnufélagið. Þá tapaði félagið einnig talsverðu fé vegna endurhverfa viðskipta.

Endurskoðendur félagsins hafa lýst yfir miklum áhyggjur af afkomu félagsins og segja að félagið þurfi að endurfjármagna sig verulega í sumar, en þann 24. júlí n.k. þarf að fara fram vaxtagreiðsla af skuldabréfum félagsins. Stjórnendur félagsins sögðu þó við fjölmiðla í dag að ekkert væri að óttast og þeir myndu örugglega tryggja sér fjármögnun.

Þeir Hicks og Gillet keyptu félagið í febrúar árið 2007 og hétu því að byggja nýjan leikvang fyrir félagið. Það hefur þó nokkuð tafist en þeir ítrekuðu í dag að það loforð stæði ennþá og unnið yrði skipulega að því að tryggja fjármögnun í það verkefni á næstu misserum. Þeir viðurkenndu þó að það nýr leikvangur verður ekki opnaður fyrr en árið 2012.