*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 12. maí 2013 08:55

Eigendur lóða hyggja strax á framkvæmdir

Af þeim lóðum sem lagðar eru undir uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í vesturhluta Reykjavíkur eru margar í eigu borgarinnar eða ríkisins.

Lilja Dögg Jónsdóttir
Haraldur Guðjónsson

„Ég held að það sé óhætt að segja að þetta sé þegar farið af stað,“ segir Ingi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Landeyjar, og bætir við að fasteignamarkaður hafi verið líflegur að undanförnu. Félagið Landey fer með eignarhald Arion banka á fasteignum og hlutafé fasteignafélaga.

Af þeim lóðum sem gert er ráð fyrir að byggja á í Vesturborginni á Landey svæði á Barónsreitnum og í Skuggahverfinu. Þá á félagið lóð á Nesgörðum á Seltjarnarnesi þar sem stendur til að byggja um 200 íbúðir.

Viðskiptablaðið greindi frá því í síðustu viku að reisa eigi hátt í 2.000 íbúðir miðsvæðis í Reykjavík á næstu þremur árum ef marka má lausar lóðir og byggingarheimildir á svæðinu samkvæmt skipulagi og stefnu Reykjavíkurborgar.

Þeir sem eiga byggingarrétt á þeim lóðum sem byggja má á segjast flestir gera ráð fyrir að ráðist verði í framkvæmdir um leið og borgarskipulag heimilar. Á vissum stöðum hefur deiliskipulag þegar verið samþykkt og eru framkvæmdir jafnvel hafnar.

Stikkorð: Ingi Guðmundsson Landey