Lagerinn efh., fyrirtæki sem tengist eigendum Rúmfatalagersins, hefur keypt 9,9% hlut í bandarísku verslunarkeðjunni Linens 'N Things, samkvæmt frétt Dow Jones.

Í fréttinni segir að Lagerinn eigi um 4,5 milljón hluti í Linen 'N Things og að félagið hafi, í samvinnu við TF Holding P/F, keypt 2,3 milljón hluti síðustu 60 daga á meðalgenginu 25,58 Bandaríkjadalir á hlut.

TF Holding P/F er skráð í Færeyjum.

Jákup Jacobsen opnaði ásamt meðeigenda sínum, Jákupi N. Purkhús, sýna fyrstu Rúmfatalagersverslun á Íslandi árið 1987 í Kópavoginum. Ári seinna, árið 1988, opnuðu þeir verslun á Akureyri. Núna eru verslanirnar orðnar 4 og er stefnan tekin á að opna fimmtu verslunina við Vesturlandsveg innan skamms tíma