Samkvæmt endurskoðaðri rekstraráætlun Fjármálaeftirlitsins fyrir árið 2005 er gert ráð fyrir að gjöld á árinu verði alls 326,9 milljónir króna en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir 309,5 milljónum króna. Að teknu tilliti til jákvæðs eiginfjár í ársbyrjun 2004, að fjárhæð 8,9 milljónir, er því gert ráð fyrir að eigið fé stofnunarinnar verði neikvætt um 16,6 milljónir króna í árslok 2005 sem tekið hefur verið tillit til við áætlun eftirlitsgjalds í rekstraráætlun vegna ársins 2006, að því er segir í ársskýrslu FME. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag.

Í ársskýrslunni kemur fram að áætlað er að tekjur að meðtöldum vaxtatekjum verði 301,4 milljónir króna en þar af verði tekjur af eftirlitsgjaldi 298 milljónir króna. Gjöld umfram tekjur á árinu 2005 eru því áætluð 25,5 milljónir.