Ljóst er að það hefur kostað Landic Property með einum eða öðrum hætti marga milljarða íslenskra króna að losna við Keops Development, fyrrum þróunararm Keops, en eigið fé Keops Development var neikvætt um 634 milljónir danskra króna um áramótin síðustu, eða um 7,7 milljarða íslenskra króna miðað við gengi íslensku krónunnar þá. Þetta má lesa úr ársreikningi Keops Development sem Viðskiptablaðið hefur undir höndum.

Þar kemur einnig fram að tap af rekstri Keops á síðasta rekstrarári (01.10 2006-31.12 2007) nam 578 milljónum danskra króna fyrir skatta, jafngildi um um 6,8 milljarða íslenskra króna miðað við meðalgengi íslensku krónunnar árið 2007, og að tap hafi verið af rekstrinum undanfarin þrjú rekstrarár en þó langmest í fyrra.

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .