Afkoma Eirvíkur var öllu betri í fyrra en hún var árið 2012. Félagið hagnaðist um 6.038.705 krónur árið 2013 en tapaði 31.508.112 krónum ári fyrr. Munar þar mestu um afkomu fyrir afskriftir, fjármunatekjur og -gjöld. Árið 2012 var hún neikvæð um 11.907.804 krónur en í fyrra var hún jákvæð um 15.670.189 krónur.

Eigið fé Eirvíkur var þó enn neikvætt um 22.889.885 krónur um seinustu áramót, en hafði þó batnað frá árslokum 2012 þegar eiginfjárstaðan var neikvæð um 28.928.560 krónur. Skuldastaðan hefur einnig vænkast nokkuð en skuldir lækkuðu um 30.690.861 krónur, úr 175.579.149 í 144.888.288 krónur á milli ára. Eignir lækkuðu á milli ára, úr 146.650.589 krónum árið 2012 í 121.998.433 krónur í árslok 2013.

Í lok árs 2013 var handbært fé 15.051.543 krónur en voru 26.917.184 krónur árið áður. Eirvík er í eigu Þórdísar Sigurgeirsdóttur og Eyjólfs Baldurssonar, sem eiga helmingshlut hvort.