*

miðvikudagur, 20. janúar 2021
Innlent 21. nóvember 2020 15:02

Eigið fé Fram 37 milljarðar

Verðmætasta eign Fram, sem er að mestu í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur, er 15,5 milljarða króna hlutur í Ísfélagi Vestmannaeyja.

Ingvar Haraldsson
Guðbjörg Matthíasdóttir.
Haraldur Guðjónsson

Eigið fé Fram ehf., fjárfestingafélags sem er að mestu í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur, var 37,5 milljarðar í lok síðasta árs. Bókfært virði eigna félagsins nam 40,1 milljarði króna í árslok 2019 og jókst um 1,1 milljarð króna á milli ára. Þá námu skuldir 2,8 milljörðum króna. Fram var rekið með 633 milljóna króna hagnaði í fyrra eftir 30 milljóna króna tap árið 2018.

Verðmætasta eign félagsins er 89% hlutur í Ísfélagi Vestmannaeyja sem metinn er á 15,5 milljarða króna og hækkar um ríflega 1,6 milljarða króna á milli ára.

Hlutdeild Fram í hagnaði Ísfélagsins var 1,1 milljarður króna á síðasta ári. Fram á verðbréf sem metin eru á 9,6 milljarða króna. Þar á meðal er hálfs milljarðs króna hlutur í Tryggingamiðstöðinni og eignarhlutur í erlendum verðbréfasjóðum og erlendri fjárvörslu sem metinn er á 4,4 milljarða króna. 

Þá á Fram 18,5% hlut í Þórsmörk ehf., móðurfélagi Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, en hlutdeild Fram í tapi Þórsmerkur er metið á 39 milljónir króna. Meðal annarra eigna félagsins er heildsalan ÍSAM og húsnæði Korputorgs.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér