Eigið fé Hörpu mun eingöngu duga fram á mitt næsta ár ef rekstrarforsendum verður ekki breytt. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portusar,  segir stærstan hluta taprekstursins mega skýra með hærri fasteignagjöldum en upphaflega hafi verið gert ráð fyrir.

Áætlanir gerðu ráð fyrir 180 milljónum í árleg fasteignagjöld sem reyndust síðan vera 380 milljónir króna.

Það hefur legið fyrir síðan árið 2010 að meira fjármagn þyrfti í reksturinn. Portus og Austurhöfn hafa því lagt til að hlutafé verði aukið um 580 milljónir króna. Hluti af þeirri upphæð ætti að koma frá Austurhöfn í formi tækjabúnaðar og framlag eigenda yrði síðan 505 milljónir króna.