Hafnarfjörður og Reykjanesbær hafa nýtt sér heimild þá er felst í samþykkt álits reikningsskila- og upplýsinganefndar innanríkisráðuneytisins frá því í maí í fyrra til þess að núvirða allar áætlaðar framtíðarleigutekjur vegna ónýtts byggingalands og færa til eignar. Morgunblaðið greinir frá þessu en í frétt blaðsins segir að umrætt álit hafi hið fyrsta í tíu ár sem ekki ríki einhugur um í reikningsskila- og upplýsinganefndinni. Gunnlaugur Júlíusson, fulltrúi Sambands ísl. sveitarfélaga hafi setið hjá við samþykkt þess.

Hafnarfjarðarbær mun hafa fært 8,3 milljarða sér til eignar með þessari aðferð á árunum 2009 og 2010 en eigið fé bæjarins var í lok síðasta árs 5,8 milljarðar. Þá hefur Reykjanesbær einnig nýtt sér þennan möguleika og talið sér 3,3 milljarða til eignar en það samsvarar nær helmingi eiginfjár bæjarins.